Ian Nepomniachtchi náði aftur forystu á Áskorendamótinu með sigri á Indverjanum Vidit. Gukesh og Caruana skildu jafnir en Nakamura vann sína aðra skák í röð og eygir enn möguleika á að ná efsta sætinu.

Rennum yfir gang mála í 11. umferðinni. Nijat Abasov var gjörsamlega pakkað saman í skák sem litlu máli skipti fyrir mótið. Smá sárabót fyrir Firouzja.

 

Gukesh fékk aðeins betra tafl samkvæmt tölvuforitum en Caruana tefldi hratt og örugglega og setti tímapressu á Indverjann. Indverjinn þvingaði jafntefli í lokin.

Hikaru Nakamura virðist vera að vakna til lífsins nú í seinni hluta mótsins. Hann náði í sinn annan sigur í röð og þriðja í fjórum skákum í umferðinni þegar hann lagði Praggnanandhaa að velli og það með svörtu!

Naka kom Pragga greinilega á óvart í 3. leik með 3..c5 og við fáum symmetrískt drottningarbragð.

Naka fékk fína stöðu og ekki í neinum vandræðum. Hann fékk aðeins betra tafl og Pragga hefði líklegast átt að leita að jafntefli en var of bjartsýnn og lenti í vandræðum í endataflinu.

Naka fann 32…Bd5+ og eftir 33.Ke3 h5 er hvítur allt í einu í vandræðum. Riddarinn á enga góða reiti, He6 er að koma og lína eins og 34.Rf2 He6+ 35.Kd2 g5! og hrókurinn á enga reiti. Nauðsynlegur Nakamura sigur!

Eftir sigur Nakamura leit út fyrir að hann væri að komast í efsta sætið ásamt Nepo og Gukesh en Caissa var ekki sammála. Vidit tefldi virkilega athyglisverða skák gegn Nepo og á tímabili leit út fyrir að hann ætti einhverja möguleika á að vinna skákina og koma sér í algjört dauðafæri á mótinu.

Í maraþonskák hafði Nepo betur. Vidit seldi sig dýrt, hefði líklegast nokkuð auðveldlega getað tryggt sér jafntefli á fleiri en einum stað en endaði á að tapa og var greinilega algjörlega niðurbrotinn í lok skákar með þessa niðurstöðu. Hann sá vonir sínar og drauma kramdar á staðnum og óvíst að hann komist nokkurn tímann í jafn gott færi á að komast á hæsta tind skákarinnar.

Þessi seigla hjá Nepo í áskorendamótunum er eiginlega orðin með eindæmum. Nær hann að halda þetta út? Nepo á enn eftir skákir gegn Caruana og Nakamura en hann byrjar á að fá hvítt á Pragga á morgun.

Úrslit

Staðan

Staða í kvennaflokki

Í kvennaflokki virðist eina spurningin hvor kínversku keppendanna fer í heimsmeistaraeinvígi við enn eina kínverska, Ju Wenjun!

12.umferðin er á morgun fimmtudag og svo er komið að síðasta frídeginum fyrir lokaátökin

  • Skákir/Úrslit/Staða á Lichess Opna | Kvenna
  • Skákir/Úrslit/Staða á Chess.com Opna | Kvenna

Ýmsar leiðir eru til að fylgjast með:

Ýmsar rásir bjóða upp á samantekt (recaps) og annað efni.

- Auglýsing -