Landsmótið í skólaskák fer fram 4. og 5. maí í Brekkuskóla á Akureyri. Þessa dagana fara fram undankeppnir á ýmsum svæðum
Laugardaginn, 20. apríl kl. 11 fer fram ein undankeppni, haldin á chess.com, fyrir þau svæði þar sem ekki fara fram undankeppnir í raunheimum: Vesturland, Vestfirði, Austurland og Norðurland vestra. Miðað við gömlu kjördæmaskipanina.
Mótið er eingöngu í boði fyrir þá sem eru þeim í skólum sem finna má í skráningaforminu
Undankeppnin fer fram á chess.com og hefst stundvíslega kl. 11:00
UNDANKEPPNI Á CHESS.COM
Teflt er í einum flokki. Efsti maður í neðangreindum aldursflokkum ávinnur sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák.
- 1.-4. bekkur
- 5.-7. bekkur
- 8.-10. bekkur
Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: Fjórar mínútur á skákina með tveimur viðbótarsekúndum á leik. Séu menn efstir og jafnir að vinningum í einhverjum flokknum gildir oddastigaútreikningur (tie breaks) Chess.com.
Skráning
· Skrá sig í meðfylgjandi form. Skráning í formið er nauðsynleg upp á það geta áunnið sér keppnisrétt á Landsmótið.
· Skrá sig stundvíslega í mótið á Chess.com – sjá hér: https://www.chess.com/play/tournament/4701293
Mælt er eindregið með að mæta stundvíslega á Chess.com. Alls ekki síðar en kl. 10:45. Opnað er fyrir skráningu á Chess.com klukkutíma fyrir mót (kl. 10:00).
Athugið: Það þarf að skrá sig í gegnum skráningaformið og það þarf mæta stundvíslega á Chess.com.
Ekki er hægt að tefla í gegnum appið og mælt er eindregið með því að tefla í gegnum tölvu. Rétt er að benda á að allt ferlið á Chess.com er sjálfkrafa og mótshaldarar geta ekki veitt aðstoð á meðan móti stendur.