Miðgarður í Garðabæ.

Maímótaröð TR og TG

 

Það eru tvö skákfélög á Höfuðborgarsvæðinu sem halda opin reiknuð mót í hverri viku, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Garðabæjar. Þau vinna nú saman að því að fjölga iðkendum á báðum stöðum!

 

Það verða 14 skákkvöld í mánuðinum hjá félögunum, 10 hjá TR, 4 hjá TG. 

 

Skákkvöld TG eru á mánudögum klukkan 19:30. Hraðskák alla jafna en síðasta mánudagskvöld hvers mánaðar er tefld atskák. Mótin fara fram í Miðgarði, Garðabæ. 

 

Þriðjudagsmót TR fara fram klukkan 19:30, atskák. Fimmtudagsmót TR fara fram klukkan 19:30, hraðskák. Mótin fara fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. 

 

Stigagjöfin verður í anda Eurovision. Svona verða stigin eftir sætum, frá fyrsta og niður: 12, 10, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1. 

 

8 bestu mótin gilda en maður verður að mæta að minnsta kosti tvisvar á hvorn stað (TR/TG) til að geta tekið þátt í stigakeppninni. 

 

Fyrsta sæti í stigakeppninni er óskipt, 30.000 króna verðlaun. Fyrsta oddastig er flestir sigrar. Annað oddastig eru  flest mót.

Mótin: 

Skákkvöld TG

6. maí lokið: https://chess-results.com/tnr936132.aspx?lan=1&art=1

13. maí í kvöld! 

20. maí (fellur e.tv niður, annar í hvítasunnu)

27. maí

3. júní (gildir aðeins ef mótið fellur niður 20. maí)

Þriðjudagsmót TR 

7. maí lokið: https://chess-results.com/tnr936520.aspx?lan=1&art=1&rd=5

14. maí

21. maí

28. maí

Fimmtudagsmót TR 

2. maí lokið: https://chess-results.com/tnr933923.aspx?lan=1&art=1&rd=10

9. maí lokið: https://chess-results.com/tnr937491.aspx?lan=1&art=1&rd=10

16. maí

23. maí

30. maí

 

Auk þess fer fram Meistaramót Truxva mánudaginn 20. maí í TR, annan í hvítasunnu, og verður það hluti af stigakeppninni. Mótið hefst 19:30 um kvöldið. 

 

- Auglýsing -