Hallgerður á EM landsliða 2023

Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir situr nú að tafli í Sviss á Landsmóti þeirra Svisslendinga. Mótið hófst með tvöfaldri umferð í dag og er teflt með viðlíka sniði og mótið í Danmörku, þ.e. tvöfaldar umferðir þar til kemur að lokaumferðinni.

Hallgerður er númer 65 í styrkleikaröðinni af 112 keppendum. Hún var á sýningarborði í fyrstu umferð þar sem hún mætti FM Timor Toktomushev (2295). Hallgerður hafði hvítt og lenti á vergangi með kónginn í drottningarlausu miðtafli. Svartur fékk eitthvað frumkvæði en Hallgerður var við það að slá það útaf borðinu í tímahraki og flækjum en á endanum reyndist h-peð svarts of sterkt.

Í seinni umferðinni lagði Hallgerður svissneska skákmanninn Robert Matei (1950) að velli.

Í þriðju umferð á morgun, og fyrri umferð þess dags mætir Hallgerður franska alþjóðlega meistaranum Sebastien Joie (2380) og stýrir hvítu mönnunum.

- Auglýsing -