Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson gerði í jafntefli í lokaumferðinni á „Skákvikunni í Przeworsk“, lokuðum GM-flokki sem fram fór í Póllandi. Hannes lauk því leik með 5 vinning af 9 mögulegum.
Andstæðingur Hannesar var pólski alþjóðlegi meistarinn Jan Malek (2461). Skákin komst einhvern veginn aldrei á flug og var orðin heldur þurr þegar keppendur sömdu um jafntefli.
Hannes endaði því með 5 vinninga af 9 mögulegum og getur þokkalega vel við unað eftir eftir byrjun með 1 af 3. Hannes var taplaus í síðustu sex skákum mótsins með +2 Hannes hækkar um rétt rúm 2 elóstig fyrir árangurinn.
- Auglýsing -