FIDE uppfærði at- og hraðskákstig þann 1. júní 2024.
Atskák
Helgi Ólafsson (2504) er hæstur í atskák en lítið breyttist hjá stigahæstu mönnum. Olga Prudnykova (2164) er stigahæsta skákkonan og Benedikt Briem (2197) er stigahæsta ungmennið en Adam Omarsson (2108) bættist í 2100 stiga klúbbinn með honum. Alexandr Domalchuk-Jónasson er reyndar með 2309 stig en hann hefur ekki teflt atskák síðan í janúar 2023 og telst því ekki virkur atskákmaður.
Hraðskák
Vignir Vatnar Stefánsson (2513) er stigahæstur í hraðskák en hann komst upp fyrir Hjörvar Stein Grétarsson (2473) sem missti 42 stig í mánuðinum. Olga Prudnykova (2130) er stigahæst skákkvenna en hún jók forskot sitt í mánuðinum með því að hækka um 26 stig. Aleksandr Domalchuk-Jónasson (2204) er stigahæstur í hraðskák en Adam Omarsson (2088) tekur þar stökk úr fimmta sæti upp í annað.
Hækkanir
Birkir Hallmundarson (1897) úr Breiðabliki er sá eini í 100 stiga hækkunarklúbbnum þennan mánuðinn. Hann bætir við sig 139 stigum í atskák. Daníel Friðrik Jónsson Hjartar (1647) úr TG hækkar mest í hraðskák eða um 74 stig.
Nýliðar
19 koma nýir inn á lista í þessum mánuði, 11 í atskák og 8 í hraðskák. Davíð Ómar Kristjánsson (1770) kemur hæstur inn í atskák og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (1751) er hæstur í hraðskák.