Íslenski landsliðsmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson vann góðan baráttusigur í dag í sjöundu umferð á opnu móti í Danmörku, OBRO international sem fer fram í Kaupmannahöfn frá 22-28. júli. Alls eru 54 keppendur sem tefla 9 umferðir og er Hilmir númer 8 í stigaröðinni. Fimm stórmeistarar eru skráðir til leiks.

Skák dagsins var mikil baráttuskák gegn danska FIDE meistaranum Viktor Haarmark Nielsen (2364). Hilmr virtist hafa fínt tafl eftir byrjunina en miðtaflið var erfitt, Hilmir tapar peði en setur alla sína von á frelsingja sinn á e-línunni. Í endataflinu bar þessi trú ávöxt og frípeð Hilmis kostaði Danann hróka sína báða og eftirleikurinn auðveldur!

Hilmir hefur 4,5 vinning af 7 og næst á dagskrá er skák með hvítu gegn stigahæsta skákmanni mótsins, stórmeistaranum Aczel Gergely (2498) frá Ungverjalandi.

- Auglýsing -