Íslenski landsliðsmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson tefldi tveir skákir í dag á opnu móti í Danmörku, OBRO international sem fer fram í Kaupmannahöfn frá 22-28. júli. Alls eru 54 keppendur sem tefla 9 umferðir og er Hilmir númer 8 í stigaröðinni. Fimm stórmeistarar eru skráðir til leiks.

Í fyrri skák dagsins mætti Hilmir danska FIDE-meistaranum Adrian Stenstrop Thorsen (2226) og hafði svart.

Hilmir var í smá klemmu eftir byrjunina en þá gaf Daninn möguleika á „Fréttablaðsleik“

27.He5?? hafði verið skelfilegur leikur. Hilmir sá fléttuna…27…Hc1+ 28.Bxc1 Hxc1+ 29.Kg2 Db7+ og hrókurinn á a6 er óvaldaður og fellur.

Í seinni skákinni gegn bandaríska FIDE meistaranum Shawnak Shivakumar (2323) má segja að dæmið hafi snúist við. Hilmir var með fína stöðu og góð tök en eftir peðaveiðar á drottningarvæng missti hann tökin á kóngsvængnum og Bandaríkjamaðurinn saumaði að honum þar.

Hilmir hefur 3,5 vinning af 6 eftir daginn og þremur umferðum nú ólokið.

- Auglýsing -