Um 50 skákmenn mættu til leiks síðastliðna helgi en þá hélt VignirVatnar.is hraðskákmót í samstarfi við BIRD, veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Mótið heppnaðist vel, mæting fín og góð og alvöru miðbæjar- og hraðskákstemmning!

Nokkrir titilhafar mættu til leiks og var barátta þeirra hörð. Lykilsigrar hjá Arnari Gunnarssyni gegn alþjóðlega meistaranum Degi Ragnarssyni í 7. umferð og svo stórmeistaranum Braga Þorfinnssyni í 8. umferð tryggðu honum enn einn mótasigurinn í hraðskák.

Annað sætið kom í hlut Aleksandrs Domalchuk-Jonassonar sem átti fínt mót.

Þriðja sætið, lægri á stigum kom í hlut Dags Ragnarssonar.

Sem fyrr voru ýmis aukaverðlaun. Hlutskarpastur U-2000 var Sverrir Hákonarson.

U16 verðlaun runnu til Sigurðar Páls.

Hlutskarpastur stigalausra varð Bjarki Páll Bergsson

Loks hlaut Iðunn Helgadóttir kvennaverðlaun

BIRD fá þakkir en þar er skemmtilegur staður á ferð þar sem gamli Frederiksen var til húsa. Keppendur hlutu gjafabréf á staðinn en hægt er að fá alvöru gourmet samlokur á BIRD!

Vinningshafar hlutu einnig áskriftarverðlaun á VignirVatnar.is.

Myndir frá mótinu:

Skipulag var í höndum VignirVatnar.is og skákstjórn í höndum Ingvars Þórs Jóhannessonar.

- Auglýsing -