Áskell á toppnum Haustmóti SA.

Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason fékk óvæntan glaðning en kannski ekki glaðning sem hann óskaði sér eftir. Andstæðingur hans, FM Kurt Petschar (2191) frá Austurríki virðist hafa náð sér í einhverja pest og mætti ekki til leiks í skák þeirra í 8. umferð.

Þetta þýðir að Akureyringurinn síungi fékk frían vinning og er nú kominn í topp 10 með 5,5 vinning að loknum 8 umferðum.

Zurab Sturua er enn efstur með 7 vinninga eftir að hafa haldið velli með svörtu í toppbaráttuskák gegn Ljubomir Ftacnik.

Í lokaumferðinni fær Áskell svart gegn sjálfum John Nunn!

- Auglýsing -