Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason fékk óvæntan glaðning en kannski ekki glaðning sem hann óskaði sér eftir. Andstæðingur hans, FM Kurt Petschar (2191) frá Austurríki virðist hafa náð sér í einhverja pest og mætti ekki til leiks í skák þeirra í 8. umferð.
Þetta þýðir að Akureyringurinn síungi fékk frían vinning og er nú kominn í topp 10 með 5,5 vinning að loknum 8 umferðum.
Zurab Sturua er enn efstur með 7 vinninga eftir að hafa haldið velli með svörtu í toppbaráttuskák gegn Ljubomir Ftacnik.
Í lokaumferðinni fær Áskell svart gegn sjálfum John Nunn!
- Skákir á lichess
- Chess-Results (passa að smella á 65+)
- Úrslitasíða (torlæsileg!)
- Auglýsing -