Josef í Brasilíu (Mynd: Ingibjörg)

Heimsmeistaramót Ungmenna í flokkum U18, U16 og U14 hélt áfram í gær í Florianopolis í Brasilíu. Ísland á einn keppenda á mótinu en Josef Omarsson (2047) tekur þátt í U14 flokknum. Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum. Josef hafði 2 vinninga eftir 3 umferðir.

Josef stýrði svörtu mönnunum gegn Suður-Afríku manninum Raynier Claasen (1884) sem hefur náð þeim fína árangri að verða krýndur Afríkumeistari í sínum aldursflokki. Skákin var ekki í beinni og engar upplýsingar liggja fyrir um gang mála.

Okkar maður heldur ágætis nálægð við toppinn með 2,5 vinning af 4 og mætir heimamanni í þriðja skiptið á mótinu. Henrique Galvan Calcada (1876) er andstæðingur næstu umferðar og hefur Josef hvítt.

Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15.

- Auglýsing -