Fyrstu fimm umferðir atskákkeppni taflfélaga fóru fram í skákhöllinni í Faxafeni í kvöld. Fjórtán sveiir mættu til leiks, hátt í 80 skákmenn mættir til leiks í Faxafeninu!
Framan af var ekki ljóst hvaða sveit ætlaði að skera sig úr en þegar leið á mótið sýndi Taflfélag Reykjavíkur styrk sinn og unnu mikilvæga innbyrðis sigra gegn Fjölni, Breiðablik og SA. Eftir „fyrri hálfleik“ fimm umferðir af níu hafa TR-ingar tveggja vinninga forskot og hafa unnið allar sínar innbyrðis viðureignir sem í raun gefa þeim auka hálfan vinning í forskot.
Enn getur allt gerst enda tveir vinningar fljótir að sveiflast. „Gömlu mennirnir“ voru mjög traustir hjá TR og töpuðu ekki skák. Margeir með 4 vinninga af 5 á öðru borði og Þröstur traustur á fyrsta borði.
Síðustu fjorar umferðir verða tefla á morgun í Faxafeninu.