FM Ingvar fer yfir málin í Garðabænum. Skömmu síðar varð Ingvar GM. Mynd; Heimasíða TG.

Ingvar Thor Johannesson var tvöfaldur sigurvegari á skákkvöldi TG í Miðgarði í gærkvöldi. Fyrst með fantagóðum fyrirlestri um undirbúning fyrir kappskák og svo með því sigra í hraðskákmóti sem fylgdi í kjölfarið. Ingvar er því með GM titil (GarðabæjarMeistari) næstu vikuna!

Skákkvöldið var einkar vel sótt en á þriðja tug sótti fyrirlesturinn og 19 manns tóku þátt í hraðskákinni.

Lokastaðan á Chess-Results

- Auglýsing -