Aleksandr Domalchuk-Jonasson tefldi í fimmtu og sjöttu umferð í þýsku deildakeppninni síðastaliðna helgi. Aleksandr teflir fyrir FC Bayern Munchen. Aleksandr gerði tvö jafntefli gegn sterkum skákmönnum og má vel við una.

Í fyrri skákinni mætti hann tékkneska stórmeistaranum Petr Haba (2426) og hafði hvítt. Segja má að hvorugur keppandi hafi ruggað bátnum verulega og jafntefli rökrétt úrslit.

Í seinni skákinni tefldi Aleksandr við austurríska alþjóðlega meistarann Andreas Diermair  (2441). Aleksandr tefldi Budapestarbragð og lenti peði undir í endatafli en þó með mislitum biskupum og tókst okkar manni að halda því.

Næst á dagskrá hjá Aleksandr er mót í New York í Bandaríkjunum þar sem hann teflir ásamt Degi Ragnarssyni.

- Auglýsing -