Á fimmta tug fróðleiksþyrstra skákmanna mætti á fyrirlestur hjá Vigni Vatnari Stefánssyni í Miðgarði í Garðabæ í gærkvöldi.

Vignir fór yfir nokkrar skákir með skákmönnum eins og Hans Niemann, sjálfum sér og fleirum sem áttu það sammerkt að menn gáfust ekki upp og sneru tapaðri stöðu í sigur eða jafntefli.

Mikil ánægja var með fyrirlesturinn en í kjölfar hans var slegið upp 7 umferða hraðskákmóti með 30 keppendum. Vignir sjálfur vann allar 7 skákir sínar en jafnir í öðru sæti með 5 vinninga voru Dagur Ragnarsson, Arnar Milutin Heiðarsson, Bárður Örn Birkisson og Sigurbjörn Hermannsson.

Samkvæmt hefðinni fær sigurvegari skákkvölda TG GM titil (GarðabæjarMeistari) en þar sem Vignir er nú þegar með einn GM titil fær hann Súper GM titil fyrir sigurinn!

Næsti fyrirlestur er á dagskrá 10. febrúar en þá mun Stefán Steingrímur Bergsson kenna okkur að fara á skákmót erlendis.

Hlekkur á mótið: https://chess-results.com/tnr1099394.aspx?lan=1&art=1&rd=7

 

- Auglýsing -