Í gær fór fram fyrsta mótið í febrúarmótaröð TR og TG í Miðgarði í Garðabæ. 16 keppendur mættu til leiks og tefldar voru 9 umferðir.

Vignir Vatnar Stefánsson stóð uppi sem sigurvegari með 8 vinningar af 9. Hann tapaði aðeins gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni sem kláraði Vigni með flottri taktík. Magnús endaði þriðji með 7 vinninga en lægri á stigum en Dagur Ragnarsson.

Vignir tekur því forystuna í febrúarmótaröð TR og TG með 12 stig en annað mótið verður þriðjudagsmót TR í kvöld.

 

Nafn Stig
Vignir Vatnar Stefánsson 12
Dagur Ragnarsson 10
Magnús Pálmi Örnólfsson 8
Oliver Jóhannesson 7
Arnar Milutin Heiðarsson 6
Harald Björnsson 5
Kristinn Bjarnason 4
Brynjar Bjarkason 3
Páll Sigurðsson 2
Örvar Hólm Brynjarsson 1

 

Mótið á chess-results

- Auglýsing -