Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Fyrr í dag mætti Halldór Grétar Einarsson FIDE-meistari með meiru í Skipholtið.

Í kynningu um þáttinn segir:

Kristján Örn tekur á móti FIDE meistaranum Halldóri Grétari Einarssyni, formanni meistaraflokksráðs Breiðabliks. Þeir ræða tölfræði eða árangur þeirra keppenda sem stóðu sig hvað best á nýafstöðnu Íslandsmóti skákfélaga. Einnig velta þeir vöngum yfir þeirri kyrrstöðu sem ríkir hjá mörgum af bestu afreksmönnum okkar Íslendinga í skák en þessir skákmenn eru þá ýmist óvirkir eða tefla lítið. Þeir Halldór og Kristján lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þróunar mála og kalla eftir stefnumótunarvinnu hjá íslenskri skákhreyfingu

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -