Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson klárði í dag þátttöku á hraðmótinu SixDays Budapest. Hilmir gerði stutt jafntefli í lokaumferðinni en í gær tapaði hann báðum skákunum. Fram að því hafið Hilmir nokkurn veginn teflt á pari eins og við fórum yfir hér -> Hilmir á pari í Búdapest | Skak.is
Fyrri tapskákin í gær var gegn Kan Nakahara. Viðeigandi að Japaninn væri í A flokki með öll a-in í nafninu hans! Segja má að Hilmir hafi eilítið kveikt í stöðunni hjá sér án þess að eiga eldfæri. Líklegast hefði Hilmir átt að sættast á skiptan hlut þegar það var í boði en hann lagið of mikið á stöðuna og tapaði.
Seinni tapskákin í gær var svekkjandi tap. Baráttuskák fram og til baka en á endanum datt hún hjá Ivan Cu.
Í lokaumferðinni í dag samdi Hilmir stutt við Sandor Kustar.
Hilmir endaði í miðjum hóp með 4,5 vinning og tapaði 18,5 elóstigi. Gamla brýnið Zlatko Ilincic sýndi að hann „still got it“ með 7 vinning ásamt Md sem urðu efstir.
Tvöföld umferð er á morgun og svo lýkur mótinu 29. mars.
			
		














