Nokkrir Íslendingar hafa enn tvo vinninga eftir fyrri umferð dagsins á Reykjavíkurskákmótinu í boði Kviku Eignastýringar og Brim. Vignir Vatnar hélt velli og vann sína skák gegn erfiðum indverskum andstæðingi. Gauti Páll Jónsson stal senunni í umferðinni með sigri á þýskum stórmeistara og Björn Þorfinnsson tefldi stórskemmtilega skák. Börn frá Laufásborg léku fyrsta leiknum í skák Ivanchuk gegn filipeyskri landsliðskonu.

Vignir mætti indverskum andstæðingi en þeir eru oft betri en stigin segja til um. Vignir fékk þó fína stöðu úr Catalan og yfirspilaði andstæðing sinn. Það dugði ekki til þar sem Vignir missti stöðuna niður í jafnteflislegt endatafl en náði í raun að vinna skákina „aftur“ eftir afleik andstæðings síns.

Í vígahug Björn Þorfinnsson við taflið á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Skák Gauta var ekki beint en skák Björns var stórskemmtileg, óræð og spennandi! Björn fórnaði drottningu sinni réttilega en flækjurnar voru þó nokkrar. Björn missti þó af skemmtilegu færi…

Bjössi drap á c3 sem er eðlilegt en 48…Hg2 er nánast tjaldið. Við nokkra skoðun kemur í ljós að hvíti kóngurinn á ekkert skjól sem leiðir ekki til máts eða drottningartaps.

Stórmeistarinn Brandon Jacobson bauð upp á skemmtilega og frumlega taflmennsku í sinni sigurskák.

Simon með frábæra skák í dag!

Sama má segja um skemmtikraftinn Simon Williams sem skildi riddara sinn eftir í dauðnum ítrekað á meðan hann stillti upp í mátsókn gegn andstæðingi sínum.

Yfirlit yfir úrslit íslenskra titilhafa

Leikmaður Stig Niðurstaða (2. umferð)
GM Vignir Stefánsson 2536 Sigur gegn FM Nayak
GM Jóhann Hjartarson 2461 Sigur gegn FM Unzicker
IM Hilmir Freyr 2376 Sigur gegn FM De Mey
GM Bragi Þorfinnsson 2375 Tap gegn Karthikeya
IM Björn Þorfinnsson 2386 Sigur gegn Jason Cigan

GM Hannes Hlífar, IM Jón Viktor Gunnarsson og IM Dagur Ragnarsson tóku hjásetu.

Í þriðju umferð fá íslensku keppendurnir með fullt hús ærið verkefnið. Hilmir hefur svart gegn Brandon Jacobsen sem tefldi svo skemmtilega fyrr í dag…verður vafalítið skemmtileg skák. Björn Þorfinnsson hefur hvítt gegn Ido Gorshtein en Vignir svart gegn Li Guohao, erfið pörun. Vert er að minnast á að Jóhann Jónsson og Jón Úlfur Hafþórsson hafa einnig 2 vinninga úr neðri pörunargrúppunni.

Seinni umferð dagsins hefst klukkan 16:00

Skákir í beinni:

Tenglar á helstu streymara:

Mótið á chess-results:

Skak.is 🇮🇸♟️

- Auglýsing -