Fimm íslenskir titilhafar hafa 2,5 vinning að loknum þremur umferðum á Reykjavíkurskákmótinu í boði Kviku Eignastýringar og Brim. Vignir Vatnar varð að sætta sig við jafntefli í seinna skák gærdagsins. Jón Viktor, Hannes og Þröstur unnu sínar skákir en Jóhann Hjartarson tók hjásetu í seinni umferðinni sem gefur hálfan vinning. Þór Valtýsson slóst í hóp íslensku titilhafana með 2,5 vinning á sama hátt og Jóhann. Tíu skákmenn hafa enn fullt hús á mótinu.

Hringfarinn, Kristján Gíslason, lék fyrsta leiknum í þriðju umferðinni og ávarpaði skákmenn fyrir umferð. Kristján gaf nýverið 5 milljónir króna í styrktarsjóð til ungra skákmanna!

Sigur Jón Viktors var nokkuð snaggaralegur. Jón Viktor beið með að hróka stutt og sókn hvíts varð fyrir vikið hálf misheppnuð og Jón Viktor hlóð í mátsókn á drottningarvængnum á meðan.

Róðurinn þyngist í fjórðu umferðinni. Jón Viktor hefur hvítt gegn azerska reynsluboltanum og stórmeistaranum Eltaj Safarli, Þröstur hefur svart gegn ungverska landsliðsmanninum og stórmeistranum Tamas Banusz og Hannes Hlífar hefur hvítt gegn bandaríska stórmeistaranum Josh Friedel.

Umferð dagsins hefst klukkan 15:00

Skákir í beinni:

Tenglar á helstu streymara:

Mótið á chess-results:

Skak.is 🇮🇸♟️

- Auglýsing -