Skákkeppni fyritækja og stofnana verður haldin miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi klukkan 19:30 í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Skráning er til 17:00 á miðvikudaginn, keppnisdag!
Mótið hefur legið í dvala í tæpan áratug en var um tíma eitt stærsta og best sótta skákmót hvers árs hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Nú á 125 ára afmæli félagsins er mótið endurvakið.
Fyritæki tefla fram skáksveitum, og teflt er á þremur borðum. Tveir af þremur liðsmönnum hvers fyritækis þurfa að vera starfsmenn þess, en þriðji maður má vera lánsmaður. Taflfélag Reykjavíkur getur hjálpað til við að finna þriðja mann.
Stefnt er að því að tefla sjö umferðir eftir swiss kerfi með tímamörkunum 5+3, þ.e fimm mínútur á mann að viðbættum þremur sekúndum á hvern leik. Mótið stendur til að ganga 22:00 um kvöldið. Daginn eftir mótið, fimmtudaginn 24. apríl er sumardagurinn fyrsti!
Hvert fyrirtæki getur teflt fram mörgum skáksveitum, þá er sú sterkasta A-sveit, sú næststerkasta B- sveit og svo framvegis. Fyrirtæki sem stillir fram fleirum sveitum en einni, getur aðeins haft lánsmann í neðstu sveitinni sinni.
Mótið er hugsað sem fjáröflunarmót fyrir metnaðarfullt starf Taflfélags Reykjavíkur. Félagið leggur áhersulu á barna- og unglingastarf, afreksstarf, og mótahald allt árið um kring. Ekkert taflfélag á Íslandi heldur fleiri skákviðburði en Taflfélag Reykjavíkur.
Verðlaun veitt fyrir:
Efstu þrjú sætin
Efsta lið án lánsmanns
Efsta stigalausa liðið (enginn liðsmanna með elo-stig)
Þátttökugjöld:
A-sveit: 20.000kr
B-sveit: 10.000kr
C- sveit og fleiri: 5000kr.
Skráningarform
Skráð lið