Auðvitað mætti Maggi Matt!

Helgina 7.-8. júní síðastliðinn hélt Skákskóli Íslands námskeið fyrir krakka í 2.-5. bekk grunnskóla, á Borg í Grímsnesi. Gauti Páll Jónsson sá um námskeðið. Stefnt er að öðru námskeiði fyrir 6.-10. bekk á Laugarvatni í júlí. Það verður auglýst fljótlega. 

Hluti af námskeiðinu var að fá stórmeistara í skák til að binda endi á skákhelgina með fjöltefli og loks þátttöku í opna hraðskákmótinu. Sex nemendur námskeiðsins tefldu gegn Vigni í fjölteflinu og Vignir vann fimm skákir en ein skák endaði jafntefli, gegn Esteban Gabriel Olguin Gunnarssyni. 

Þátttaka í hraðskákmótinu var afar góð en 20 manns tóku þátt. Nokkrir komu úr Reykjavík, þ.m.t forsetaframbjóðandinn Kristján Örn, og fólk úr nærliggjandi byggðum og sumarbústöðum. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+3 og vann Vignir allar skákir sínar. Þeir Kristján Örn og Gauti Páll fengu fjóra vinninga. 

Skákskólinn þakkar Grímsnes- og Grafningshreppi kærlega fyrir samstarfið en námskeiðið og mótið var haldið í Félagsheimilinu Borg. 

Mótið á chess-results

 

Ólafur Hermannsson. Hliðina á honum er Helgi Fannar, 6 ára.
Auðvitað mætti Maggi Matt!
Hluti þátttakenda í námskeiðinu ásamt skák-pabba.
Vignir teflir fjöltefli.

 

- Auglýsing -