Bárður Örn Birkisson tefldi á Meistaramóti Parísar í kjölfarið á opna mótinu sem hann og Björn Hólm tóku þátt í á dögunum í Frakklandi. Lokaumferðin var tefld fyrr í dag.
Bárður byrjaði mótið vel með því að leggja alsírska stórmeistarann Bilel Bellachene (2513) að velli. Þá fór í hönd slæmur kafli þar sem Bárður gerði aðeins tvö jafntefli í 7 skákum og aðeins 1 vinningur kom í hús.
Mjög sterkt prógram hjá Bárði, hann endaði lokaumferðina með sigri og endaði með 3 vinninga af 9 mögulegum:
Round | Opponent Name | Title | Rating | Result |
---|---|---|---|---|
1 | BELLAHCENE, Bilel | GM | 2513 | 1 |
2 | BASSINI, Emile | FM | 2409 | 0 |
3 | SHCHEKACHEV, Andrei | GM | 2462 | 0 |
4 | AARAV, SINHA | FM | 2224 | ½ |
5 | JANI, KUSHAL R | FM | 2246 | ½ |
6 | LIM, Zhuo Ren | FM | 2331 | 0 |
7 | PATIL, PRIYANSHU | FM | 2212 | 0 |
8 | NAGARKATTE, VEDANT | FM | 2259 | 0 |
9 | CHARTIER, Thibaud | 2233 | 1 |
Sigurvegari varð Gleb Dudin með 7,5 vinning en Bárður endaði í 64. sæti. Bárður lækkar á stigum eftir þetta móti, um 28 elóstig.
- Auglýsing -