Úrslitakeppni Íslandsmóts Símans í netskák 2025 heldur áfram á sunnudagskvöldið með tveimur viðureignum í 16-manna úrslitum. Keppendur unnu sér inn keppnisrétt ýmis með árangri á mótinu í fyrra, stigum eða í gegnum undanmót. Útsendingin hefst 19:00 og einvígin fljótlega eftir það. Björn Ívar og Helgi Áss munu sjá um útsendinguna að þessu sinni.
Á sunnudaginn mætast
-
Birkir Ísak Jóhannsson – Jóhann Hjartarson kl. 19:00
-
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Ingvar Þór Jóhannesson (strax að loknu fyrra einvígi)
Viðureignirnar eru á Lengjunni. Skák.is minnir á ábyrga spilun.
Siguvegarinn í viðureign Birkis og Jóhanns mætir Símoni Þórhallssyni í átta manna úrslitum. Sigurvegarinn í viðureign Jóhönnu og Ingvar mætir Vigni Vatnari.
Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ
Viðureignir í 16 manna úrslitum
Drátturinn fyrir 16 manna úrslitum, sem fram fara á sunnudögum í september. Viðureignirnar, raðaðar í dagsetningarröð, raðaðist á eftirfarandi hátt:
- 7. september: Símon Þórhallsson – Bárður Örn Birkisson 4½ – 3½
- 7. september: Bragi Þorfinnsson – Dagur Andri Friðgeirsson 3½ – ½
- 14. september: Róbert Lagerman – Jón Kristinn Þorgeirsson 1-4
- 14. september: Dagur Ragnarsson – Björn Þorfinnsson 2½-3½
- 21. september: Helgi Áss Grétarsson – Björn Hólm Birkisson 4-0
- 21. september: Vignir Vatnar Stefánsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 3½ – ½
- 28. september: Birkir Ísak Jóhannsson – Jóhann Hjartarson
- 28. september: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Ingvar Þór Jóhannesson
Hlé verður á mótinu til 2. nóvember v/ EM landsliða og EM taflfélaga. Í átta manna úrslitum mætast
- Símon – Birkir-Jóhann
- Björn Þ – Bragi
- Jón Kristinn – Helgi Áss
- Jóhanna-Ingvar Þór – Vignir
Dagskrá
Mótið fer fram á sunnudögum frá 7. september til 30. nóvember 2025, samkvæmt eftirfarandi dagskrá:
- 7. september 2025: Netskák dagur 1 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 14. september 2025: Netskák dagur 2 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 21. september 2025: Netskák dagur 3 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 28. september 2025: Netskák dagur 4 (16 manna úrslit, 6 skákir)
- 2. nóvember 2025: Netskák dagur 5 (8 manna úrslit, 6 skákir)
- 9. nóvember 2025: Netskák dagur 6 (8 manna úrslit, 6 skákir)
- 23. nóvember 2025: Netskák dagur 7 (undanúrslit, 6 skákir)
- 30. nóvember 2025: Netskák dagur 8 (úrslit, 10 skákir)
Tímamörk verða 3+2 og nákvæmar tímasetningar útsendinga verða tilkynntar síðar. Mótið fylgir útsláttarfyrirkomulagi, þar sem keppendur detta út eftir tap þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Verðlaun
Verðlaunafé mótsins hefur verið hækkað um 100.000 kr. og er nú sem hér segir:
- 200.000 kr.
- 100.000 kr.
- 25.000 kr.
- 25.000 kr.