Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Í dag kynnum reynsluboltann og næstelsta meðlim kvennasveitarinnar, Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur.
- GM Vignir Vatnar Stefánsson
- GM Guðmundur Kjartansson
- IM Dagur Ragnarsson
- GM Hannes Hlífar Stefánsson
- IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
- WGM Lenka Ptácníková
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- WCM Guðrún Fanney Briem
- WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- WCM Iðunn Helgadóttir
- FST/GM Helgi Ólafsson
- FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson
Nafn
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Félag
Hrókar alls fagnaðar
Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?
Fór fyrst 2013 til Póllands, og svo til Slóveníu og Svartfjallalands 2021 og 2023 – þannig þrisvar sinnum áður sýnist mér.
Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?
Ég var að klára heimildarþættina um Biggest loser og svo seríuna um Wednesday. Þannig já hámenningarlegt sjónvarpsáhrif, svo var ég reyndar dugleg að fylgjast með útsendingunum á Grand Swiss.
Uppáhaldsskákmaður og af hverju?
Helgi Ólafs sem fyrirmynd í gegnum árin
Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?
Pass.
Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?
Það hlýtur að vera Caro Kann. Byrjaði að tefla Caro Kann 10, fáir veikleikar í svörtu stöðunni og hefur reynst mér vel bæði á móti veikari og sterkari andstæðingum.
Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?
Ég reyni að halda góðri rútínu á mótunum, mæti eiginlega alltaf í morgunmat og aðdáandi þess að fara í góðan göngutúr þaráeftir. Mér finnst einnig mikilvægt að spara smá orku á þessum mótum með að passa upp á að það sé ekki skák allan morguninn, umferðin og svo áfram á kvöldin – frekar að hafa betra jafnvægi (göngutúrar, eyða tíma með vinum frá mismunandi löndum, finna spa/sundlaug, oft með einhverja handavinnu og/eða bók með mér).
Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?
Hótelið heitir Bellagio, þannig með að nýta þær upplýsingar myndi ég skjóta á Las Vegas?
Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?
Gaprindasvili myndi ég ætla að sé georgísk og sú frægasta. Það er ein sem ég kannast við sem heitir Nino og er með 2400+ og er alltaf að tefla á topp mótum, en er ekki með eftirnafnið á hreinu og hvort hún sé næst þekktust er spurning
Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?
Prag
Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?
Intermezzo eftir Sally Rooney
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?
Hef verið dugleg að hreyfa mig seinustu mánuði, bæði þónokkrar fjallgöngur í sumar og mæti reglulega í zumba tíma. Andlegur undirbúningur snýst mest um að klára allt sem þarf að klára áður en við förum út til að geta einbeitt mér að skákinni úti. Skákundirbúningurinn hefur stundum verið meiri, en fór út og tefldi í sumar og búin að kíkja vel á þær skákir. Einnig almennur byrjanaundirbúningur og að vinna í reiknigetunni.
Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?
Þeir handsömuðu gæjann loksins í Batumi fyrir nokkrum vikum sá ég í fréttunum
Markmið þín á mótinu?
Tefla vel og af yfirvegun. Þetta verður ekki auðvelt prógram á öðru borði þar sem ég er ábyggilega með þeim stigalægstu, en spennandi tækifæri til að standa sig og hækka eitthvað á stigum.
Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?
Azerbaíjan í opna og Georgíu í kvenna
Áfram?
Helgi?

















