Sjöunda umferð EM landsliða fer fram í dag og hefst kl. 11:15. Liðið í opnum flokki mætir sveit Færeyja. Það er Norðurlandaþema í gangi því kvennaliðið mætir sveit Svíþjóðar. Báðar sveitir kunnir andstæðingar.
Myndband af íslensku liðunum gert af Ingvari.
Aleksandr Domalcuk-Jonasson hvílir í opnum flokki. Ísland er með töluvert sterkara lið á pappírnum. Stigahærri á öllum borðum. Færeyringar eru þó sýnd veiði en langt frá því að vera gefin.

Í kvennaflokki mætum við Svíum sem hafa á að skipa mjög ungu liði. Iðunn Helgadóttir hvílir í dag. Við erum eilítið stigahærri á öllum borðum nema því fyrsta.

Vakin er athygli á beinum lýsingum frá umferðum.
Þar eru við stjórnvölinn WGM Keti Tsatsalashvili og GM Alojzije Jankovic.

- Heimasíða mótsins
- Chess-results – opinn flokkur
- Chess-results – kvennaflokkur
- Beinar útsendingar – Opinn flokkur
- Beinar útsendingar – kvennaflokkur
- Bein lýsing (ECU TV)
- Auglýsing -
















