Kristján Örn Elíasson, alþjóðlegur skákdómari, útvarpsmaður, formaður Skákfélags Íslands og virkasti skákmaður landsins hefur lengi stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið. Gaman að þessu.

Í gær mætti Don Róbert Lagerman, alþjóðlegur skákdómari, FIDE-meistari og Gunnar Freyr Rúnarsson formaður Víkingaklúbbsins og heilbrigðisstarfsmaður. Óhætt er að segja að þeir félagar hafa látið gamminn geysa.

Í kynningu um þáttinn segir:

Í þættinum ræða þeir jólaskákmót Ása, skákkúbbs eldri borgara, þar sem Róbert sigrði með yfirburðum. Þeir gera kröfu um nýja staðsetningu Íslandsmóts skákfélaga, bæta þurfi fyrirkomulag og skipulagningu mótsins, salernismál séu í miklum ólestri auk þess sem mótið sé illa kynnt í fjölmiðlum og þjónusta við keppendur um úrslit og stöðu liða hverju sinni sé ekki til staðar. Gunnar Freyr talar um Víkingaskák en ný taflsett eru komin í sölu, m.a. hjá Spilavinum. Þeir tala um mismunun og tvískinning í afstöðu stjórnar Skáksambands Íslands, m.a. hvað varðar áherslur á eldri skákmenn og auglýsingu sambandsins um léttar veitingar á Íslandsmóti kvenna í hraðskák. Þeir velta fyrir sér hvað sé átt við með hugtakinu „léttar veitingar“.

Þeir minnast Ólafs Hraunbergs Ólafssonar, fyrrverandi formanns Taflfélags Reykjavíkur, sem lést nýlega en hann vann mikið og gott starf fyrir íslensku skákhreyfinguna. Þeir tala um tillögur aðalfundar FIDE um að Rússar og Hvítrússar fái aftur að tefla á ólympíuskákmótum og að lið frá löndunum séu aftur tekin inn í opinbera mótaröð FIDE.

Róbert segir sögu af Boris Spasský og áhuga hans á tímaritinu Playboy á meðan Einvígi aldarinnar árið 1972 stóð yfir. Einnig segir hann sögu þegar sérsveit lögreglunnar í Danmörku stöðvaði flugtak flugvélar sem hann var farþegi í og yfirheyrði hann í tvær klukkustundir sem grunaðan hryðjuverkamann en farþegar vélarinnar þurfu að bíða í vélinni á meðan.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -