
Íslandsmótið í atskák fer fram sunnudaginn 29. desember klukkan 13. Mótið verður haldið í húsakynum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Reykjavík.
Tefldar verða 9 skákir með tímamörkunum 10+5. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Mótið hefst stundvíslega klukkan 13 og mælt er með að þáttakendur mæti á skákstað eigi síður en 12:45 til að staðfesta skráningu.
Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands 2019. Núverandi Íslandsmeistari er alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.
Þáttökugjöld: Fullorðnir, 2000 kr. 17 ára og yngri, 1.000 kr.
Verðlaunafé:
1. 60.000 kr.
2. 40.000 kr.
3. 20.000 kr.
Stig ráða sætum – verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi.
- Auglýsing -














