Þriðju skák heimsmeistaraeinvígis Ian Nepomniachtchi (2782) og Magnúsar Carlsen (2855) lauk með jafntefli rétt í þessu.

Rússinn beitti spænska leiknum rétt eins og fyrstu skákinni en breytti út af í áttunda leik þegar hann lék 8. a4 í stað 8. h3 þegar hann fékk á sig óvænta peðsfórn 8…Ra5.

Magnús náði að jafna taflið á teljandi erfiðleika og jafntefli var samið eftir 41 leik.

Frídagur er á morgun. Fjórða skákin fer fram á þriðjudaginn.

 

- Auglýsing -