Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2476) og Guðmundur Kjartansson (2443) hófu í gær þátttöku á alþjóðlegu móti í Barcelona. Einnig tekur FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórarinsson (2175) þátt.

Helgi Áss og Guðmundur unnu báðir stigalága andstæðinga (2109-2181) í fyrstu umferð. Páll tapaði.

Önnur umferð fer fram í dag. Gummi teflir við aserska stórmeistarann Eltai Safarli (2579) og verður skák hans í beinni.

- Auglýsing -