Ritstjórn Skák.is óskar öllum skák- og skákáhugamönnum gleðilegra jóla! Eins og venjulega verður nóg að gera fyrir skákþyrsta um jólin.
- 26. desember – Þriðjudagsmót hjá TR – hefst kl. 19:30
- 27. desember – Íslandsmót kvenna í hraðskák – hefst kl. 17:30
- 28. desember – Jólahraðskákmót TR – hefst kl. 19:30
- 30. desember – Íslandsmótið í atskák á Selfossi – hefst kl. 14:00
Norðanmenn geta teflt á Akureyri. Þar er jóladagskráin sem hér segir:
- 27. desember kl. 18.00 Jólahraðskákmót, haldið á LYST!
- 29. desember kl. 18.00 Hverfakeppnin víðfræga.
- 1. janúar kl. 14.00 Nýjársmótið nafntogaða.
Vert er að benda á HM í atskák sem fram fer í Samarkand í Úsbekistan 26.-30. desember. Flestir sterkustu skákmenn heims taka þátt með Magnús Carlsen fremstan í flokki. Atskákin fer fram 26.-28. desember og hraðskákin 29.-30. desember. Taflmennskan hefst alla daga kl. 10 nema lokadaginn kl. 9. Meðritstjórinn, Ingvar Þór Jóhannesson, mun án efa gera mótinu góð skil á meðan því stendur. Þeir sem hafa NRK geta fylgst með því þar. Sjálfsagt mun Chess.com gera mótinu góð skil.
Gleðileg jól!
- Auglýsing -













