
16-manna úrslit á Síminn Invitational halda áfram í kvöld, á Skákdeginum. Þrjár eitraðar viðureignir verða í boði og sem fyrr sæti í 8-manna úrslitum. Síðastliðið sunnudagskvöld tryggðu þeir Helgi Ólafsson og Ingvar Þór Jóhannesson sér farmiða í 8-manna úrslitin.
Dagskrá kvöldsins er eftirfarandi:
Fyrsta einvígið er á milli Björns Þorfinnssonar og Aleksandr Domalchuk-Jonassonar. Hér mætast tveir alþjóðlegir meistarar af sitt hvorri kynslóðinni. Skákstíll þeirra er líka ólíkur og hér má búast við jöfnu og spennandi einvígi þar sem allt getur gerst.
Stórmeistaraslagur Hannesar Hlífars og Helga Áss er svo næstur á dagskrá og þarf ekki að fjölyrða um að hér er rosalega viðureign á ferð. Helgi er nýkominn frá New York af HM í hraðskák og er mögulega í betra formi í hröðum skákum.
Lokaviðureign kvöldsins er svo á milli landsliðskonunnar Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur, Íslandsmeistara kvenna í hraðskák, og stórmeistarans Braga Þorfinnssonar. Bragi ætti samkvæmt bókinni að vera sigurstranglegri en við sáum í síðustu viku að allt getur gerst í þessum styttri einvígjum!
Lýsendur kvöldsins verða Björn Ívar og Ingvar Þór.
„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

16-manna úrslit klárast svo 9. febrúar og svo halda 8-manna úrslit áfram í byrjun mars og mótinu lýkur loks með úrslitum 6. apríl.
19. janúar
- Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
- Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4
26. janúar
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson ? – ?
- Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson ? – ?
- Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson ? – ?
9. febrúar
- Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson
- Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson
- Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson
Tefld verða sex skáka einvígi í 16 manna úrslitum. Bráðabanaskákir ef jafnt er.














