Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 hófst í gærkvöld þegar Úrvalsdeildin fór af stað. Íslandsmót Skákfélaga fer fram dagana 13.–16. nóvember 2025 í Rimaskóla, Reykjavík.
Þar sem keppnissvæðið mun færst til á milli 1. og 2. umferðar var 1. umferð ekki í beinni útsendingu en aðrar skákir helgarinnar í Úrvaldsdeild verða sýndar beint. Nokkur óvissa var um styrkleika liðanna en 1. umferðin gaf þónokkur svör!
Strax í 1. umferð var á ferðinni grjóthörð viðureign sem mögulega hefur úrslitaáhrif þegar talið verður upp úr kössunum!

Ljóst er að bæði Vestmannaeyingar og Skákdeild KR voru tilbúin að leggja ansi mikið í sölurnar til að ná titlinum. TV eiga 100 ára afmæli og mættu með 3 útlendinga til leiks en KR gerðu betur og borguðu undir 4 útlendinga auk þess að hafa ansi sterkt heimavarnarlið. Ljóst var að þessi viðureign skipti gríðarlegu máli og Skákdeild KR vann 5,5-2,5 og koma sér strax í kjörstöðu í Úrvalsdeildinni.

Skakdeild Breiðabliks hefur vaxið undanfarin ár og þeir ákvaðu að láta grasrótinan skína nánast að öllu leiti ef frá er talið þriðja borð en þar tefldi Mikkel sem er mikill Íslandsvinur og er nánast heimamaður. Virkilega gaman að sjá grasrótarstarfið skila sér, Fjölnismenn hafa gert gott mót undanfarin ár en þetta tap gæti orðið dýrkeypt þegar uppi er staðið!
Benedikt Briem vann eina af skákum umferðarinnar þegar hann lagði landsliðsmanninn Dag Ragnarsson að velli í aðeins 19 leikjum! Virkilega sterk kraftataflmennska hjá Benedikt sem tefldi nánst eins og tölva framan af skák, missti aðeins þráðinn en kláraði svo með alvöru stæl. Benedikt er hörkuskákmaður, áttum okkkur á því!

Ljóst er að mörg lið eru tilbúin að selja sig dýrt og því var ljóst að viðureign Víkingsklúbbins og Taflfélags Reykjavíkur væri nokkuð mikilvæg í fallbaráttuslagnum. Framan af viðureign virtist stefna í sigur Víkingaklúbbsins þegar stöðurnar á neðstu borðunum stóðu ansi vel fyrir Víkingana. Ungliðahreyfing Taflfélagsins var hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir og má segja að taflið hafi hringsnerist. „Gömlu mennirnir“ á miðborðunum Jón VIiktor og Ingvar virtust hafa fínar stöður en enduðu báðir á að tapa á meðan ungu mennirnir redduðu sínum málum.
Lokaniðurstaðan var 5-3 sigur Víkingaklúbbsins í viðureign sem gæti haft stórt vægi þegar uppi er staðið þar sem þessi lið virðast veikust á pappírnum.

Tómas Tandri, stjórnarmaður SÍ, tók upp þessar svipmyndir úr 1. umferð!
Íslandsmót Skákfélaga heldur áfram á morgun en þá hefst keppni í 1-4. deild auk þess sem Úrvalsdeildin heldur áfram.
Tímamörk:
- Úrvalsdeild: 90 mínútur fyrir fyrstu 40 leiki, auk 15 mínútna eftir 40 leiki, með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
- Aðrar deildir: 90 mínútur á skákina með 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik.
Síðari hluti mótsins:
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025-26 er áætlaður dagana 5.–8. mars 2026.














