Setja í mitt dagatal
Hvenær:
10. nóvember, 2018 @ 10:40 – 11:00
2018-11-10T10:40:00+00:00
2018-11-10T11:00:00+00:00
Hvar:
Taflfélag Reykjavíkur
12, Faxafen, Reykjavík
Iceland
12, Faxafen, Reykjavík
Iceland

Á þessari æfingu verður eingöngu manngangurinn kenndur. Þessi æfing er hugsuð fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báðum kynjum, sem vilja læra mannganginn frá grunni eða vilja læra tiltekna þætti manngangsins betur.
Börnin munu læra að hreyfa alla mennina auk þess sem þau læra reglur sem gilda um hrókeringu og framhjáhlaup. Þegar barn hefur náð góðum tökum á mannganginum að mati skákþjálfara þá er það tilbúið að taka næsta skref sem er Byrjendaæfing. Ekki þarf að skrá börn sérstaklega í manngangskennslu.
Umsjón með æfingunum hefur Torfi Leósson.