Úrslitamót Le Kock-mótaraðarinnar

    0
    60
    Hvenær:
    24. janúar, 2026 @ 15:00 – 19:00
    2026-01-24T15:00:00-01:00
    2026-01-24T19:00:00-01:00
    Hvar:
    Exeter hótelið
    Tryggvagata 12
    101 Reykjavík
    Ísland
    Úrslitamót Le Kock-mótaraðarinnar @ Exeter hótelið | Reykjavík | Reykjavíkurborg | Ísland

    Nú styttist í stóru stundina, úrslitamótið á Le Kock mótaröðinni skemmtilegu og stórglæsilegu. Mótaröðin var haldin í samvinnu VignirVatnar.isLe Kock og Ölvisholts svo einhverjir séu nefndir. Lokamótið verður haldið á Exeter hótelinu (sama hús og Le Kock). Hefjast leikar klukkan 15:00 á þessum vonandi fagra laugardegi 24. janúar!

    Mikið verður lagt í lokamótið og glæsileg verðlaun í boði! 12 keppendur unnu sér keppnisrétt á lokamótið en tveir þeir áttu ekki heimankvæmt og var því farið niður úrslitalistann og koma þeir félagar Gauti Páll og Stefán Steingrímur eldhressir inn í úrslitamótið.

    Keppendalistinn lítur svona út:

    1. Vignir Vatnar Stefánsson
    2. Helgi Áss Grétarsosn
    3. Björn Þorfinnsson
    4. Dagur Ragnarsson
    5. Örn Leó Jóhannsson
    6. Bragi Þorfinnsson
    7. Ingvar Wu Skarphéðinsson
    8. Sigurbjörn J. Björnsson
    9. Róbert Lagerman
    10. Hilmir Freyr Heimisson
    11. Stefán Steingrímur Bergsson
    12. Gauti Páll Jónsson

    Í úrslitamótinu tefla allir 12 keppendurnir við alla (round-robin). Að loknum umferðunum 11 tefla fjórir efstu útsláttarmóti, undanúrslit og úrslit. Einnig er teflt um 3. sætið. Verðlaun á lokamótinu eru eftirfarandi:

    Verðlaun eru eftirfarandi.

    1. 200 þúsund + gjafabréf

    2. 150 þúsund + gjafabréf

    3. 100 þúsund + gjafabréf

    Chess After Dark strákarnir verða með beina útsendingu og verður hún send út á Vísi meðal annars! Skákmenn eru hvattir til að fjölmenna á Le Kock og Exeter til að fylgjast með fjörinu. Skákborð verða á svæðinu á Le Kock og hægt verður að fylgjast með mótinu á skjá en mótið sjálft fer fram í sal á Exeter hótelinu. Veislustjórn verður á staðnum!

    - Auglýsing -