Mikil spenna fyrir lokaumferð Íslandsmótsins – Hannes efstur en Björn og Guðmundur í næstu sætum

0
10

Gífurlega spenna er fyrir lokaumferð Íslandsmótsins í skák sem hefst kl. 13 á morgun.   Hannes Hlífar Stefánsson (2574) er efstur með 7½ vinning eftir sigur á Braga Þorfinnsson (2396) í 10. og næstsíðustu umferð sem fram fór í íþróttamiðstöðinni í Lágafelli í Mosfellsbæ í kvöld.  Í 2.-3. sæti eru Björn Þorfinnsson (2376) og Stefán Kristjánsson (2466) með 7 vinninga.  Stefán situr hins vegar yfir í lokaumferðinni og er því úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.  Fjórði er svo Guðmundur Gíslason (2382) með 6½ vinning en hann mætir Hannesi í lokaumferðinni og með sigri gæti hann tryggt sér þátttöku í aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Lokahóf verður haldið strax að lokaumferðinni lokinni í íþróttamiðstöðunni og hefst væntanlega á milli 18 og 19 og eru keppendur hvattir til að fjölmenna.   Um kvöldið eru skákáhugamenn boðnir velkomnir í sportbarinn Gullöldina, Hverafold 5 í Grafarvogi.


Úrslit 10. umferðar
:

IM Kristjansson Stefan ½ – ½ Thorgeirsson Sverrir
FM Johannesson Ingvar Thor ½ – ½ FM Lagerman Robert
GM Thorhallsson Throstur ½ – ½ Olafsson Thorvardur
IM Thorfinnsson Bragi 0 – 1 GM Stefansson Hannes
Gislason Gudmundur 0 – 1 IM Thorfinnsson Bjorn

Daði Ómarsson sat yfir.


Staðan:

Rk. Name Rtg Club/City Pts. Rp rtg+/-
1 GM Stefansson Hannes 2574 Hellir 7,5 2516 5,7
2 IM Thorfinnsson Bjorn 2376 Hellir 7 2517 19
IM Kristjansson Stefan 2466 Bolungarvík 7 2481 2,4
4 Gislason Gudmundur 2382 Bolungarvik 6,5 2482 18,9
5 IM Thorfinnsson Bragi 2396 Bolungarvík 5,5 2435 5,5
6 FM Johannesson Ingvar Thor 2343 Hellir 3,5 2285 -10,9
7 Olafsson Thorvardur 2206 Haukar 3,5 2248 13,2
8 Thorgeirsson Sverrir 2177 Haukar 3 2217 19,5
9 GM Thorhallsson Throstur 2407 Bolungarvík 2,5 2173 -27,7
10 FM Lagerman Robert 2347 Hellir 2,5 2173 -31,4
11 Omarsson Dadi 2127 TR 1,5 2103 -5,4


Pörun 11. umferðar:

Thorfinnsson Bjorn Omarsson Dadi
Stefansson Hannes Gislason Gudmundur
Olafsson Thorvardur Thorfinnsson Bragi
Lagerman Robert Thorhallsson Throstur
Thorgeirsson Sverrir Johannesson Ingvar Thor