Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2541) og Helgi Áss Grétarsson (2460) eru efstir og jafnir með 4½ vinning að lokinni fimmtu umferð Íslandsmótsins í skák – minningarmótsins um Hemma Gunn – sem fram fór í kvöld í Valsheimilinu. Hannes vann bandaríska alþjóðlega meistarann Justin Sarkar (2297) en Helgi lagði Jóhann Ingvason (2164) að velli. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2416) og Reykjavíkurmeistarinn Stefán Bergsson (2186) koma næstir með 4 vinninga.
Stöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Enn urðu óvænt úrslit á mótinu og mátti stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2445) teljast afar lánsamur að sleppa með jafntefli á móti Jóhanni H. Ragnarssyni (2002).
Jón Viktor Gunnarsson (2472) og Héðinn Steingrímsson (2583) gerðu jafntefli í uppgjöri tveggja af þremur stigahæstu mönnum mótsins.
Úrslit umferðarinnar má finna á Chess-Results.
Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 16:30. Þá mætast forystusauðirnir Helgi Áss og Hannes. Á öðru borði er slagur Stefáns og Þrastar. Héðinn, sem er einn fimm keppenda í 5.-9. sæti með 3½ vinning teflir við Vigni Vatnar Stefánsson (2284).
Röðun sjöttu umferðar má finna á Chess-Results.
Í ljósi þess að mótið er nú hálfnað mun Skák.is fylgjast birta stöðuna í öllum flokkum þar sem keppt er um verðlaun til mótsloka og birta röð efstu manna eftir hverja umferð.
Íslandsmót kvenna
- Lenka Ptácníková 3½
- Guðlaug Þorsteinsdóttir 3 v.
- Iðunn Helgadóttir 2 v.
Unglingameistaramót Íslands (u22)
- Vignir Vatnar Stefánsson 3½ v.
- Stephan Briem 3 v.
- Gauti Páll Jónsson 3 v.
- Aron Þór Mai 3 v.
- Birkir Ísak Jóhannsson 3 v.
Besti árangur miðað við eigin skákstig (+2000)
- Helgi Áss Grétarsson (+515)
- Jóhann Ingvason (+180)
- Aron Þór Mai (+136)
Besti árangur miðað við eigin skákstig (-2000)
- Birkir Ísak Jóhannsson (+382)
- Arnar Heiðarsson (+309)
- Þórður Guðmundsson (+254)
Allar skákir morgundagsins verða sýndar beint á vefsíðu mótsins.
Fyrir þá sem eru með snjallsíma og vilja fylgjast með mælir ritstjóri með forritunum (öppunum) Follow Chess og Chess24. Best er þó að mæta á skákstað og drekka í sig stemminguna þar. Frítt kaffi á könnunni og tilvalið að skoða minningarvegginn um Hemma Gunn.