Aleksandr og Benedikt eru efstir og jafnir. Mynd: GB

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169) og Benedikt Briem (2062) eru efstir og jafnir með 5 vinninga að lokinni sjöttu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í kvöld. Benedikt tók hálfs vinnings yfirsetu en Aleksandr lagði Gauta Pál Jónsson (2064) að velli.

Jóhann Ingvason (2172), sem vann Magnús Magnússon (2014) og Benedikt Þórisson (1778) sem vann  Arnar Milutin Heðarsson (2019) eru í 3.-4. sæti með 4½ vinning. Gauti Páll og Jóhann Arnar Finnsson (1805) eru í 5.-6. sæti með 4 vinninga.

Sjöunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 18. Benedikt Briem teflir við Jóhann, Aleksandr við Jóhann Arnar Finnsson (1805) og Benedikt Þórisson við Gauta Pál.

Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.