Skák.is hefur fært sig um. Farið hefur vel um síðuna á Moggablogginu síðan 2007. Morgunblaðið og þá sérstaklega Baldur A. Kristinsson, sem hefur reynst ómetanleg hjálparhönd, fá miklar þakkir fyrir.

Til að komast inn á “nýju” Skák.is þarf að velja slóðina (www.skak.is) beint. Gamla Skák.is verður hins vegar áfram til á https://skak.blog.is/blog/skak/ en þar er ógrynni mynda sem erfitt er að færa.

Tómas Veigar Sigurðarson á heiðurinn af vefhönnun nýju síðunnar. Unnið er að uppfærslu af endurgerðri mótaáætlun skákhreyfingarinnar sem verður aðgengileg á Skák.is. Forráðamenn taflfélaga mun á næstunni fá upplýsingar og tól hvernig setja eigi mót á dagskránna.

Í framhaldinu verður heimasíða Skáksambandsins uppfærð.

Ný Skák.is

- Auglýsing -