Stjórn Skákfélags Akureyrar hyggst halda við mannganginum með því að bjóða upp á hraðskák í sumar. Teflt verður einu sinni í mánuði og er að jafnaði miðað við fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Á því verður sú undantekning að fyrsta sumarskákin verður annan fimmtudaginn í júní, vegna landsleiks í fótbolta.

Teflt verður í Skákheimilinu fimmtudaginn 14. júní kl. 20.00. Þann sama dag hefst HM í knattspyrnu en eini leikur dagsins verður löngu búinn. Öll velkomin.

- Auglýsing -