Íslandsmeistarinn og skákáhugamaðurinn, Helgi Áss Grétarsson, mætti í dag í stórskemmtilegt viðtal í Síðdegisútvarp Rásar 2. Helgi sagði meðal annars frá því að hann hafi ákveðið með aðeins eins dags fyrirvara að taka þátt í Íslandsmótinu. Hann hafi ætlað sér fyrst og fremst að tefla sér til skemmtunar, og væntingar um Íslandsmeistaratitilinn hafi ekki verið neinar.

Eftir sigurinn á Þresti Þórhallssyni í fjórðu umferð hafi hann fengið trúna og hann hafi tekið sér frí frá vinnu þá vikuna og lagt hart að sér og undirbúið sig afar vel fyrir hverja skák. Allt að 13 klukkustund á dag í taflmennsku og undirbúning.

Í viðtalinu var hann meðal annars spurður hvert hann ætlaði að gerast atvinnumaður í skák á ný.

Viðtalið við Helga og meðal annars athyglisvert svar Helga Áss við ofangreindri spurningu má finna á vef síðdegisútvarps Rásar tvö (spóla áfram til 1:11:30).

- Auglýsing -