Þorsteinn ásamt skipuleggjaranum Yuri Garret.

Íslendingar hafa oft fjölmennt á alþjóðlega skákmótið í Sardiníu. Það gerðist ekki í ár þar sem mótið rakst á Icelandic Open (Íslandsmótið í skák). Ísland átti þó einn fulltrúa sem stóð sig vel.

Þorsteinn Magnússon (1449) tók þátt og hlaut 4 vinninga í 9 skákum. Hann endaði í 94. sæti af 127 keppendum en fyrirfram var honum raðað í 120. samkvæmt skákstigum.

Frammistaða Þorsteins samsvaraði 1678 skákstigum og hækkar hann um 77 skákstig fyrir hana. Öll úrslit Þorsteins má finna hér.  Hann vann til verðlauna á mótinu fyrir næstbestan árangur skákmanna undir 1500 skákstigum.

Sigurvegari mótsins varð armenski stórmeistarinn og Huginskappinn, Karen Movsziszian (2527).  Lokastöðuna má finna hér.

Mótið að ári á Sardiníu fer fer fram 1.-9. júní. Óhætt er að mæla með þessu skemmtilega móti fyrir íslenska skákmenn.

Portu Mannu-mótið í Sardiníu

- Auglýsing -