Grand Chess Tour – mótasyrpan hófst í dag í Leuven í Belgíu. Tíu skákmenn taka þátt og tefldu í dag þrjár atskákir. Magnus Carlsen er ekki meðal keppenda í syrpunni í ár.
Mótinu verður framhaldið næstu fjóra daga. Fyrstu þrjá dagana eru tefldar atskákir (þrjár hvern dag) en svo hraðskákir (níu hvorn dag) síðari dagana tvo. Tefldar eru einföld umferð í atskákinni en tvöföld í hraðskákinni. Vinningar í atskákinni gilda tvöfalt.
Wesley So (2778) er efstur með 5 stig eftir fyrstu umferðirnar. Sergey Karjakin (2782) og Levon Aronian (2764) hafa 4 stig.
Staðan
Veislunni verður haldið áfram á morgun. Taflmennskan hefst kl. 12.
Nánar á Chess.com.
- Auglýsing -