Hikaru Nakamura sigraði á at- og hraðskákmótinu sem lauk í dag í París. Flestir sterkustu skákmenn tóku þátt að heimsmeistaranum undanskyldum sem frekar kýs að horfa á HM í fótbolta
Nakamura átti góðan endsprett sem tryggi honum sigurinn. Karjakin varð annar eftir slakan endasprett og Wesley So , sem stóð sig best allra í atskákinni, en var ekki jafn góður í hraðskákinni, varð þriðji.
Lokastaðan
Sömu þrír keppendur eru efstir í heildarkeppninni eftir mótin í París og Leuven. Wesley So er efstur með 21 stig, Nakamura annar með 20 stig og Karjakin þriðji með 19 stig. MVL er fjórði með 15 stig. Caruana, sem gengur sjaldan vel með styttri tímamörkin, rekur lestina með 4 stig.
Ítarlega frásögn af gangi mála má finna á Chess.com.
- Auglýsing -