Hannes Hlífar að tafli á Íslandsmótinu 2018. Mynd: GB

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2541), vann tékkneska stórmeistarann Pavel Simacek (2490) í sjöttu umferð alþjóðlega mótsins í Ceske Budejovice í Tékklandi. Hannes hefur 3½ vinning og er í 1.-4. sæti ásamt þremur öðrum stórmeisturum.

Árangur Hannesar má finna á Chess-Results.

Í sjöundu umferð, sem tefld er í dag, teflir Hannes við þýska alþjóðlega meistarann Sebastian Plischki (2413). Hægt er að fylgjast með skákum Hannesar á Chess24 og reyndar á fleiri vefjum einnig.

Tíu skákmenn taka þátt og er meðalstigin eru 2463 skákstig. Hannes er næststigahæstur kepepnda.

- Auglýsing -