Kirsan Ilyumzhinov, sem hefur verið forseti FIDE frá árinu 1995, lýsti því yfir í viðtali við Interfax í gær. að hann byði sig ekki fram til endurkjörs. Um leið lýsti hann yfir stuðningi við framboð Arkady Dvorkovich, sem kosinn var forsetaefni rússneska skáksambandsins með yfirburðum, 26 atkvæðum gegn 2, fyrir skemmstu. Líklegt verður að teljast að Ilyumzhinov fái einhverja sárabót.
Sjá fyrri frásögn Skák.is um kosningabaráttuna
Þar með sér fyrir á endann á 23 ára tímabili með Rússann umdeilda í forystu.
Framboðslista Dvorkevich skipa:
- Forseti: Arkady Dvorkovich (Rússlandi)
- Fyrsti varaforseti (Deputy): GM Bachar Kouatly (Frakklandi)
- Varaforsetar (vice) : Mahir Mamedov (Aserbaísjan), GM Julio Granda Zuniga (Perú)
- Aðalritari: IA Enyonam Sewa Fumey (Tógó)
- Gjaldkeri: GM Zhu Chen (Katar)
Kouatly er fyrrum forsetaframbjóðandi FIDE og núverandi forseti Skáksambands Frakklands en hann tapaði fyrir Campomanes í sögulegum kosningum árið 1994 eins og lesa má um í magnaðri frásögn Margeir Péturssonar í Morgunblaðinu frá þinginu það ár.
Framboðslista Makropoulos skipa:
- Forseti: IM Georgios Makropoulos (Grikklandi)
- Fyrsti varaforseti: IM Malcolm Pein (Englandi)
- Aðalritari: Sundar Damal Villivalam (Indlandi)’
- Gjaldkeri: Adrian M Siegel (Sviss)
- Varaforseti: Dr. Chitalu Chilufya (Sambíu)
- Varaforesti: IM Martha Fierro (Ekvador)
Fyrr í dag tilkynnti Nigel Short sinn framboðslista á Twitter.
2018 FIDE Election ticket: 1) Nigel Short (President, ENG) 2) Lukasz Turlej (Deputy President, POL) 3) Olalekan Adeyemi (Vice President, NGR) 4) Paul Spiller (Vice President NZL) 5) Ruth Haring (General Secretary, USA) 6) Panu Laine (Treasurer, FIN). #cleanhands4fide pic.twitter.com/kShriRPsR1
— Nigel Short (@nigelshortchess) June 30, 2018
Enn er hins vegar spurning um hver þessi Glen Stark er í raun og veru. Sjá nánar á Chess.com. Þeirri spurningu verður að öllum líkindum aldrei svarað.
Kirsan is finally consigned to the garbage-can of history after decades of disgracefully being kept in power by @makro_chess, The Kalmyk’s last blunder was nominating the non-existent Glen Stark on his ticket, rather than Elvis – who is popular. the king, & lives.
— Nigel Short (@nigelshortchess) June 29, 2018
now
In the coming FIDE elections all three candidates need to support an absolute 2 term, 8 year limit on the FIDE Presidency and make sure such a rule is then passed. 13 years of Campomanes followed by 23 years of Ilyumzhinov, this can never be allowed to happen again.— Mark Crowther (@MarkTWIC) June 29, 2018
Afstaða SÍ liggur ekki fyrir og mun ekki gera fyrr en að loknum fundi Skáksambands Norðurlanda með frambjóðendum sem fram fer í júlílok við Helsingjaeyri, samhliða Xtracon Chess Open.