Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2541), endaði í 2.-4. sæti á alþjóðlega mótinu í Ceske Budejovice í Tékklandi sem lauk í dag. Hannes hlaut 5½ vinning í 9 umferðum. Hannes tapaði í fyrstu umferð en vann svo þrjár skákir af síðustu átta og gerði fimm jafntefli.
Árangur Hannesar samsvaraði 2535 skákstigum og stendur hann í stað stigalega fyrir frammistöðuna. Tékkneski stórmeistarinn, Pavel Simacek (2490) sigraði á mótinu en hann hlaut 6 vinninga.
Árangur Hannesar
Tíu skákmenn tóku þátt í mótinu og voru meðalstigin eru 2463 skákstig. Hannes var næststigahæstur kepepnda.
- Auglýsing -