Nokkrir félagar úr Vinaskákfélaginu: Hjálmar, Róbert, Hörður og Haukur. Mynd: Heimasíða Vinaskákfélagsins.

Látinn er góður félagi okkar í Vinaskákfélaginu Haukur Halldórsson, en hann lést á Hjartadeild Landsspítalands aðfaranótt Laugardagsins 7. júlí 2018. Haukur er fæddur 7 desember 1966 og hefði því orðið 52 ára á þessu ári. Jarðaför hans verður haldin í kyrrþey.

Svona hefst minningargrein Harðar Jónssonar, varaforseta Vinaskákfélagsins, á heimsíðu félagsins. Í framhaldinu segir:

Ég man fyrst eftir honum þegar ég kom í Vin, í húsi Rauða Krossins að Hverfisgötu 47 á haustmánuðum 2012. Þar sátu þeir félagar að tafli Haukur og Hjálmar Sigurvaldason. Fljóttlega bættist ég í hópinn og tefldum við margar skákirnar í Vin á þessum árum eða frá 2012 til 2017. Á þessu ári 2018 kom hann frekar sjaldnar í Vin en áður. Hann var alltaf kátur og hress þegar hann kom í Vin og maður man sérstaklega eftir hinum skemmtilega hlátri sem hann rak stundum upp er eitthvað skemmtilegt gerðist.

Minningargrein Harðar í heild sinni um Hauk félaga sinn má finna á heimasíðu Vinaskákfélagsins.

 

- Auglýsing -