Jóhann Ingvason og Simen Agdestein. Mynd: Poul Jacobsen.

Stórmeistarinn, Jóhann Hjartarson (2523), er meðal 30 skákmanna sem hafa fullt hús eftir 3 umferðir á Xtracon-mótinu við Helsingjaeyri í Danaveldi. Í gær, voru tefldar tvær umferðir. Fórnarlömb Jóhanns voru annars vegar Daninn Nicolai Kistrup (2154) og hins vegar þýski FIDE-meistarinn Bernd Baum (2280).  Í dag mætir hann indverska alþjóðlega meistaranum Kauanduur Srihari Raghunandan (2417).

Hilmir Freyr Heimisson (2241), Örn Leó Jóhannsson (2196) og Aron Þór Mai (2119) hafa 2 vinninga. Alexander Oliver Mai (1966) mætti í gær Jan Timman (2555) og hefur á mótinu teflt bæði við Jobava og Timman!

Hinn hálfíslenski Baldur Teodór Petersson (2153) gerði jafntefli við stórmeistarann Jonny Hector (2499) í 2. umferð

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) vann Indverjann Karayanan Kartchick (1919) í 3. umferð á opna tékkneska mótinu í Pardubice. Hannes hefur 1½ vinning.

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2277) vann Grikkjann Konstantinos Emmanouilidis (1982) í sjöttu umferð á alþjóðlegu móti á Krít og hefur 4 vinninga.

- Auglýsing -