Shahk í Biel: Mynd: Lennart Ootes.

Aserinn brosmildi, Shahkriyar Mamedyarov (2801) er í lykilstöðu á ofurmótinu í Biel. Hann hefur vinnings forskot á heimsmeistarann, Magnús Carlsen (2842), þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið. Öllum skákum áttundu umferðar í gær lauk með jafntefli.

Níunda og næstsíðsta umferð hefst í dag og þá fær Magnús sitt tækifæri því að hann teflir við Shahk.  Umferðin hefst kl. 12.

Nánar á Chess.com.